Veitingaskáli

Við Hótel Eyjafjallajökul er glæsilegur veitingasalur sem tekur allt að 180 manns í sæti. Salurinn hentar vel fyrir allskyns samkomur eins og fermingar-, afmælis- og brúðkaupsveislur sem og vinnuferðir, fundarhöld, óvissuferðir, ættarmót ofl. Hópar geta pantað veitingar hjá Veisluþjónustunni á Hellishólum og fengið afnot af salnum. Ekki er hægt að leigja salinn án veitinga.

Auk þess er hefðbundin veitingasala opin yfir sumartímann og hægt er að panta veitingar frá morgni til kvölds. 

Í veitingaskálanum er bar þar sem hægt er að versla áfenga/óáfenga drykki og kokteila eins og þeir gerast bestir. Barinn er opinn til kl. 23 alla virka daga yfir sumarið og til kl. 1 um helgar eða til kl. 3 við ákveðin tilefni. Mikið stuð er á barnum og eru ófá skiptin sem fólk hefur fest hugi saman á Hellishólabar og kemur aftur og aftur til að halda upp á farsæl kynni. Risaskjár er við barinn þar sem t.d. er hægt að horfa á hina ýmsu íþróttaviðburði. Auk þess er kareoki kerfi tengt við mikrefone og hafa ýmsir söngelskir aðilar látið í sér heyra.

 

Búnaður í veitingasal:

• Bar
• Risa skjár
• Skjávarpi
• Kareoki kerfi
• Sæti fyrir allt að 200 manns
• Aðstaða fyrir trúbador


Sjá myndir í myndasafni