Golfskóli

Á sumrin eru í boði námskeið í Golfskólanum á Hellishólum, námskeiðið fyrir bæði kynin.

Skráning er hafin í síma: 487-8360 eða hellisholar@hellisholar.is

GOLFSKÓLINN Á HELLISHÓLUM

Námskeiðið er þriggja daga. Hópnum verður skipt í tvo hópa. Annar hópurinn spilar 9-18 holur og hinn fer í kennslu á meðan. Eftir hádegismat skipta hóparnir um hlutverk.

22.-24. júní – Námskeið fyrir bæði kynin – sérstakur gestakennari frá Spáni mun kenna ásamt PGA golfkennaranum Sigurpál G. Sveinssyni.

5. júlí – Dagsnámskeið

Við erum stolt að kynna að PGA golfkennarinn Sigurpáll G. Sveinsson mun kenna í golfskólanum á Hellishólum sumarið 2014. Sigurpáll hefur verið einn af okkar fremstu golfspilurum undanfarin 18 ár. Sigurpáll hefur hampað íslandsmeistaratitil karla þrisvar sinnum. Hann var fastamaður í landsliðum Íslands frá árinu 1991 – 2003. þegar hann gerðist atvinnumaður í golfi. Sigurpáll hefur gríðarlega reynslu sem afreksmaður í golfi bæði hérlendis og erlendis.

Árið 2005 ákvað Sigurpáll að fara í golfkennaranám, enda hafði hann starfað við barna-og unglingakennslu frá árinu 1991. Sigurpáll hefur kennt fólki á öllum getustigum golfsins síðan 2005. Hann útskrifaðist frá golfkennaraskóla Íslands vorið 2008 og hefur getið sér gott orð sem golfkennari. Í dag starfar Sigurpáll sem golfkennari ásamt því að vera formaður PGA á Íslandi, sem eru samtök atvinnukylfinga og golfkennara á Íslandi.

Þess má geta einnig að Sigurpáll hefur margsinnis verið farastjóri í hinum ýmsu golfferðum og kennt í golfskólum erlendis á vegum íslenskra ferðaskrifstofa og ættu því margir golfferðalingar að kannast við hann.

Uppbygging skólans sumarið 2014 3ja daga skóli – kvenna og almenningsnámsk.

Nemendum er skipt í tvo hópa A og B. Hóparnir skiptast á að vera í golfkennslu og spila á velli.

Dagur 1

08:00      Morgunmatur
09:00      Hópur A golfkennsla, farið verður í grunnatriði, s.s. uppstillingur, grip, mið, boltastöðu,
golfsveiflu ofl. Pelz æfingar, ekkert tengt klæðaburði
09:00      Hópur B spila á velli
10:30      Kaffi hjá kennsluhóp
11:00      Æfingasvæði. Sveiflan tekin uppá video hjá kennsluhóp
12:15      Hádegismatur og umræður um skorkort
13:00      Hópur A spila á velli
13:00      Hópur B golfkennsla, sama dagsskrá og fyrir hádegi, kaffi kl. 14:30
19:30      Videoskoðun
20.00      Kvöldmatur

Dagur 2 

08:00      Morgunmatur
09:00      Hópur B golfkennsla, grunnatriði púttstrokunnar æfð með áherslu á lengdar- og stefnustjórnun
09:00      Hópur A spila á velli
10:30      Kaffi
11:00      Grunnatriði stuttra vippa æfð með áherslu á lengdar- og stefnustjórnun.
12:15      Hádegismatur og umræður – hvað er forgjöf.
13:00      Hópur B spila á velli
13:00      Hópur A golfkennsla, sama dagsskrá og fyrir hádegi, kaffi kl. 14.30
16.15      Allir saman í Sandgryfju kennslu.
20:00      Kvöldmatur og kvöldvaka

Dagur 3 

08:00      Morgunmatur
08:30      Lærðu reglurnar og umgengni. Verklegt
11:00      Pútt, vipp og sláttur – þrautir.
12.30      Matur
13:15      Fyrsti rástími í golfmóti golfskólans (ekkert stress fyrir þá sem eru byrjendur)
16:30      Kaffi, verðlaunaafhending og kveðjustund

Verð kr. 55.900 á mann

Innifalið: Gisting, fullt fæði, golfkennsla, golfhringir og kvöldvökur.

Dagsnámskeið

Verð: 15.000, innifalið er golfkennsla, morgunmatur, hádegismatur og kaffi.

Sigurpáll G. Sveinsson

Sigurpáll G. Sveinsson