Fyrirtækið

Hægt er að ná í eftirfarandi starfsmenn í síma: 487-8360 eða senda email: hellisholar@hellisholar.is

Laila Ingvarsdóttir, sími 660 7610.

Víðir Jóhannsson, sími 660 7600.

SAGA HELLISHÓLA
Hellishólar voru byggðir árið 1952 og var hefðibundinn búskapur á jörðinni til ársins 2000. Á árinu 2000 ákváðu bóndahjónin sem búið höfðu og starfað á bænum frá árinu 1990, að hverfa frá hefðbundnum rekstri búskaps og fara í rekstur ferðaþjónustu. Ákveðið var að gera jörðina að ferðaþjónustubýli með fjölbreytta aðstöðu og þjónustu og var allur bústofn og framleiðsluréttur jarðarinnar seldur. Á fyrri hluta ársins 2001 hófst uppbygging á aðstöðu fyrir ferðaþjónustu og er lokið við eftirfarandi framkvæmdir:

Bygging á tíu sumarhúsum sem eru 20m2 að stærð hvert hús
Bygging níu sumarhúsum sem eru 15m2 að stærð
Bygging á veitingahúsi þar sem hægt er að taka á móti 130 manns í sæti
Eldhús með nauðsynlegum tækjabúnaði
Lagning vegar að sumarhúsum
Uppbygging á 9 holu golfvelli
Uppbygging á baðhúsi
Nýbyggt hótel

Í lok árs 2004 keyptu hjónin Laila Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson jörðina af Byggðastofnun sem þá hafði nýlega eignast hana. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar eftir að þau tóku við rekstri Hellishóla. Má þar helst nefna:

Byggt hefur verið nýtt baðhús með glæsilegri snyrtiaðstöðu, sturtum, þvottavél og þurrkara og heitum pottum.
Keyptar hafa verið nýjar sláttuvélar fyrir golfvöllinn og ætti því golfvöllurinn að vera betri fyrir golfara.
Eldhús í veitingaskála hefur verið endurnýjað og eru öll tæki þar af nýjustu og flottustu gerð frá A. Karlssyni.
Byggð hafa verið 5 sumarhús í viðbót af stærri gerð, 40m2
Vegir hafa verið lagðir til að byggja upp sumarbústaðahverfi á landi Hellishóla og eru lóðir í almennri sölu. (nánar upplýsingar í síma: 487-8360)
Komið hefur fyrir skjávarpa og risaskjá í veitingaskála með sky/digital, hægt er að velja úr tugi stöðva. Einnig hefur karioki kerfi verið sett upp.
Búið er að ljúka við 18 holu golfvöll og byggingu á nýju gistiheimili.

Starfsfólk Hellishóla hefur það að aðalmarkmiði að öllum líði vel á meðan að dvölinni stendur og hafa því ávallt augun opin hvernig hægt sé að gera staðinn að einni mestu paradís á Íslandi.