Áhugaverðir staðir

Njáluslóðir: Hellishólar standa mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu. Sögusetrið á Hvolsvelli hefur að geyma mikinn fróðleik fyrir þá sem vilja fræðast meira um Njálu.

Skógasafn: Byggðasafnið á Skógum, undir Eyjafjöllum, hefur að geyma ýmsa fornmuni allt frá sjaldgæfum fornmunum til húsa og skipa.

Tumastaðaskógur: Skógræktarstöð í eigu ríkisins er starfrækt að Tumastöðum. Þar er fallegur skógur með merktum gönguleiðum og göngustígum. Tumastaðir eru við Fljótshlíðarveg.

Þórsmörk: Kynnisferðir sjá fyrir daglegum rútuferðum í Þórsmörk yfir sumartímann. Ferðirnar eru frá Hvolsvelli.

Áhugaverðir staðir: Hægt er að fara í dagsferðir á áhugaverða þjóðþekkta staði eins og Gullfoss og Geysir, Seljalandsfoss og Emstrur.